Að læra stafina
Stelpan mín er nýorðin 6 ára og getur ekki beðið eftir að byrja í skóla í haust. Helsta áhugamál hennar þessa dagana er að skrifa, skrifa, skrifa....æfa sig í að skrifa stafina, einföld orð og læra hljóðin á bakvið stafina. Leikskólinn er með mjög flotta fræðslu og notar Lubba málhljóðin en við höfum stundum verið að skrifa bara heima á blað allskonar orð og láta hana herma eftir eða hún biður okkur um að stafa hin og þessi orð, sem hún svo skrifar niður.
Ég ákvað að kíkja á verkefnin hennar Hlín hjá Fjölbreyttar Kennsla, og það er svo mikið skemmtilegt til! Mig langaði því til að setja hér eitt sem ég mæli með og er vinsælt á heimilinu þessa dagana:
>>> Bókaheftið mitt <<<
Í þessu hefti er hægt að prenta út kannski bara eitt blaði í einu, t.d. er gaman fyrir krakkana að byrja á "stafinum sínum".
- Þau læra að skrifa nafnið sitt.
- Þau geta litað bókstafina.
- Þau læra að skrifa einföld orð.
- Þau æfa sig að skrifa bókstafinn sem var valinn.
- Þau læra að þekkja á milli há- og lágstafs.
- Þau tengja saman stafinn við myndir.
Fleiri sniðug verkefni er hægt að finna á síðunni fjölbreyttkennsla.is og hér er linkur á fleiri bókstafaverkefni.
Góða skemmtun 💚
Þurý // Hrísla
Hlín Magnúsdóttir Njarðvík
Fjölbreytt Kennsla
Hlín heldur úti síðunni Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka (fjolbreyttkennsla.is) þar sem hún deilir námsefni sem hún hefur úitbúið sjálf og er hugsað fyrir leikskólanemendur og yngsta stig grunnskóla.
Hún hefur áhuga á öllu sem viðkemur uppeldi, menntun, kennslu, sálfræði og börnum. Hún starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í samþættum leik-og grunnskóla, með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum ásamt BA-gráðu í sálfræði og diplómagráðu í kennslufræðum og málþroska og læsi.