Að læra stafina

Stelpan mín er nýorðin 6 ára og getur ekki beðið eftir að byrja í skóla í haust. Helsta áhugamál hennar þessa dagana er að skrifa, skrifa, skrifa....æfa sig í að skrifa stafina, einföld orð og læra hljóðin á bakvið stafina. Leikskólinn er með mjög flotta fræðslu og notar Lubba málhljóðin en við höfum stundum verið að skrifa bara heima á blað allskonar orð og láta hana herma eftir eða hún biður okkur um að stafa hin og þessi orð, sem hún svo skrifar niður.

Ég ákvað að kíkja á verkefnin hennar Hlín hjá Fjölbreyttar Kennsla, og það er svo mikið skemmtilegt til!  Mig langaði því til að setja hér eitt sem ég mæli með og er vinsælt á heimilinu þessa dagana:

>>> Bókaheftið mitt <<<

Í þessu hefti er hægt að prenta út kannski bara eitt blaði í einu, t.d. er gaman fyrir krakkana að byrja á "stafinum sínum".

  • Þau læra að skrifa nafnið sitt.
  • Þau geta litað bókstafina.
  • Þau læra að skrifa einföld orð.
  • Þau æfa sig að skrifa bókstafinn sem var valinn.
  • Þau læra að þekkja á milli há- og lágstafs.
  • Þau tengja saman stafinn við myndir.

Fleiri sniðug verkefni er hægt að finna á síðunni fjölbreyttkennsla.is og hér er linkur á fleiri bókstafaverkefni.

Góða skemmtun 💚
Þurý // Hrísla

 


Hlín Magnúsdóttir Njarðvík

Fjölbreytt Kennsla

Skoða fjolbreyttkennsla.is