Sandleir (Moonsand)

Það er ótrúlega skemmtilegt að gera sandleir og leika sér með hann. Börn á öllum aldri hafa gaman af því að leika sér með sandleir og það er hægt að leika með hann á ýmsan máta með mismunandi áhöldum (leiráhöld, fötur, skóflur, eldhúsáhöld osfrv). Það er auðvitað hægt að vera úti eða inni, búa til allskonar form, byggja sandkastala og láta ímyndunaraflið ráða för.

 

Það hægt að blanda saman við sandleirinn glimmer, kökuskrauti eða jafnvel nota hann með í leik með dóti, steinum o.fl.

 

Sandleirinn geymist vel í lokuðum umbúðum í lengri tíma. Það er einnig mjög auðvelt að hafa uppskriftina eins stóra/litla og maður vill, þú einfaldlega notar bara þá mælieiningu sem hentar best - hvort sem það er bolli eða matarskeið.

Uppskriftin
8 einingar hveiti
1 eining matarolía
1-2 tsk duftmálning frá Natural Earth Paint (fer aðeins eftir því hvaða einingar eru notaðar hversu mikið magn þarf af lit - má einnig nota matarlit eða bara hafa þetta náttúrulegt ef vill)

Það er mjög gott að blanda litarduftinu og hveiti saman fyrst og síðan bæta við olíu og hnoða saman. En ef maður er með matarlit þá er betra að blanda honun saman við matarolíuna fyrst og setja svo saman við hveitið. 

  

ATH - við tökum enga ábyrgð á þrifum eftir sandleirsleik en getum þó verið nokkuð viss um að börnin muni skemmta sér einstaklega vel ;) 


Sigrún Yrja

Leikvitund

Skoða fleiri uppskriftir á Leikvitund.is