Sápukúlur með höndum

Hún Paola er sannkallaður sápukúlufrumkvöðull og hefur ásamt fjölskyldu sinni lagt mikla vinnu í að þróa og framleiða umhverfisvænan sápukúluvökva sem er einstaklega góður og heldur sápukúlunum vel ásamt því að brota niður í náttúrunni, er vegan og mörgum foreldrum til mikillar gleði, blettar ekki fatnað.

Hér má sjá vidjó þar sem hún kennir okkur að nota hendurnar til þess að gera sápukúlur og leika sér með þær fjölbreytta vegu.

Dr Zigs er margverlaunað fyrirtæki í sjálfbærum viðskiptum. Þau framleiða eiturefnalausar og umhverfisvænar sápukúlur og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum með slagorðinu ,,Bubbles not Bombs".