Kristín Maríella
Respectful Mom
Kristín Maríella hefur undanfarin ár ferðast um allan heim og haldið yfir 250 vinnustofur og fyrirlestra fyrir foreldra. Hún byggir sitt efni á uppeldisaðferðinni RIE (Virðingaríkt uppeldi) og sýnir okkur hvernig við sem foreldrar getum leyft börnunum okkar að upplifa allar sínar tilfinningar í öryggu umhverfi, hvernig við setjum skýr mörk og byggjum upp traust og góð tengsl við börnin á virðingaríkan hátt.
Hún gaf út vinsælu bókina Stundum hlæ ég / stundum græt ég sem er í raun ákveðin handbók fyrir foreldra en í leiðinni saga sem börn geta auðveldlega tengt við, ásamt því að halda úti samfélagsmiðlum með miklum fróðleik um RIE og innsýn inn í hennar persónulega líf sem frumkvöðull og foreldri með þrjú yngri börn.