Panda og vinir skemmta barninu í fyrstu mjúku bókinni. Tilvalið fyrir þessi minnstu að leika sér með, æfa gripið og örva sjónina með sterkum línum og svarthvítum myndum. Eldri börnin geta svo lært að segja nöfnin á dýrunum.
Svarthvítar myndir og leikföng sterkum línum hjálpa ungabörnum að örva sjónina, einbeitingu og þau byrja að rannsaka og fylgja eftir. WeGallery er fyrirtæki í eigu Surya, sem er grafískur hönnuður og Dave, sem er kennari. Þau voru heilluð af hugmyndinni að hjálpa sínu eigin barni að þroskast og örva sjón og einbeitingu með því að sýna því svarthvítt myndefni. Þau bjuggu því til spjöld með teiknuðum svarthvítum dýrum. Þau sáu síðan að þegar Sid varð eldri þá fór hann að æfa fínhreyfingarnar með því að grípa sjálfur um kortin og svo því næst að læra að þekkja á milli dýranna og hvað þau heita. Þau hafa síðan þá þróað mikið úrval af fallegum leikföngum og barnavörum út frá sömu hugmyndafræði.