Þú getur sett saman 24 mismunandi kort til að búa til uppáhalds samsetninguna á fatnaði/stíl og notað teikniblokkina til að æfa sig að teikna upp eftir spjöldunum eða búa til eigin hönnun!
- 24 kort, álbox, teikniblokk, 8 mismunandi litir (4 x báðu megin) og 1 HB blýantur
- Fullkomið á flakkið eða bara heima í rólegheitum.
- Hentar vel börnum 5ára+
Petit Collage var stofnað af henni Lorena Siminovich árið 2006. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Allar vörur eru hannaðar með það í huga að þær endist vel og séu úr hágæða efnivið. Markmiðið er að gera betri heim fyrir komandi kynslóðir og er hver einasta vara hugsuð útfrá því. Efniviðurinn í leikföngunum er endurnýttur pappi, FSC wood og FSC pappír, GOTS vottaður bómull, plöntu blek og vatnsmálning.