Náttúrulegir stórir hringir

4.990 kr
SKU: 18-185

 

Settið inniheldur 3 stóra hringi í náttúrulegum viðarlit. Hver hringur er handunninn úr sjálfbærum viði og vaxaður með náttúrulegu vaxi. Lítil börn njóta þess að grípa í hringina, rúlla, naga og uppgötva þá með höndunum. Einfalt fallegt leikfang fyrir tanntöku.

Hentar fyrir börn frá fæðingu. Hringirnir eru 13 cm í þvermál.

Grapat er fjölskyldufyrirtæki sem er umhugað um opin leik og umhverfisvernd. Viðurinn í leikföngunum er úr sjálfbærum skógum. Leikföngin eru lituð með eiturefnalausri málningu og fær því viðurinn að njóta sín vel í gegn. Liturinn getur orðið daufari við snertingu munnvatns en það þar sem málningin er skaðlaus er það öruggt fyrir börnin. Hvert einasta leikfang er einstakt þar sem þau eru handmáluð.

Grapat hefur unnið að því að vera með plastlausar umbúðir út frá umhverfissjónarmiðum og hefur þeim tekist það síðan 2019. Leikföngin koma fallega innpökkuð í pappaöskjum.