Stórskemmtileg risaeðlu litabók með yfir 100 pappírslímmiðum sem hægt er að dunda sér með klukkutímunum saman, bæði heima og á flakkinu.
- Létt og meðfærileg, hentar heima og á flakkinu
- 100 pappírslímmiðar
- Prentað á FSC vottaðan pappír
- Hentar vel aldrinum 3 ára og eldri
Petit Collage var stofnað af henni Lorena Siminovich árið 2006. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Allar vörur eru hannaðar með það í huga að þær endist vel og séu úr hágæða efnivið. Markmiðið er að gera betri heim fyrir komandi kynslóðir og er hver einasta vara hugsuð útfrá því. Efniviðurinn í leikföngunum er endurnýttur pappi, FSC wood og FSC pappír, GOTS vottaður bómull, plöntu blek og vatnsmálning.