
TRICLIMB [Pikler] Þríhyrningurinn
Triclimb er frábær fyrir börn til að læra að standa, klifra og sigra heiminn á þeirra eigin hraða! Eftir því sem þau eldast finna þau sér ýmsar leiðir til að nýta hann í fjölbreyttum og opnum leik.
Upphafið…
Pikler þríhyrningurinn á rætur sínar að rekja til Emmi Pikler sem var Ungverskur barnalæknir og frumkvöðull í kenningum um þroska barna í kringum 1930/40. Hún lagði mikla áherslu á virðingaríkt tengslauppeldi [RIE] en einnig að börn hreyfi sig eftir eigin getu og þroski hreyfingar náttúrulega og í gegnum leik. Þetta er einmitt grunnurinn að hugmyndafræði Triclimb þríhyrningsins en hönnuður hans hefur síðan bætt við nútíma og öryggis eiginleikum sem og ýmsum skemmtilegum viðbótum.
Afhverju að velja Triclimb?
- CE Vottað og öryggisprófað!
- Prófað fyrir allt að 100Kg (bæði þríhyrningur og rennibraut)
- Auðvelt að leggja saman og geyma/ferðast með
- Snúningsliður á toppnum heldur þríhyrningnum mjög stöðugum
- Öryggispinni sem læsir honum opnum/lokuðum
- Tvær jafnar stangir á toppnum sem auðveldar börnunum að aðhafast og klifra yfir eða sitja uppi og njóta útsýnisins
- Miri Rennibrautin læsist á milli rimlanna og engin hætta á að hún detti af í leik
- Hentar frá fæðingu (klifur/tog byrjar um 9 mánaða)
- FSC/PEFC vottaður viður
- Framleitt í Wales
Þríhyrningur: lengd 550 x breidd 800 x hæð 645mm (Opin) / 550 x 100 x 760 (lokaður)
Rennibraut: lengd 1200 x breidd 360 x þykkt 100mm
Um 9 mánaða byrja börnin að grípa í og toga sig upp og hjálpar Triclimb þeim að byrja að læra að standa sjálf. Þegar vöðvarnir styrkjast og börnin eru orðin öruggari fara þau að reyna að klifra upp og á endanum ná toppnum. Efst uppi eru tvær jafnar stangir sem gerir barninu auðveldar fyrir að aðhafast og snúa sér til að klifra niður hinumegin, einnig tilvalið fyrir þau eldri að sitja þar uppi og skoða heiminn í hæð fullorðna fólksins!
OPINN LEIKUR
Það er hægt að nota þríhyrninginn á mismunandi þroskastigum, allt frá fæðingu (útbúið sem leikgrind) og frameftir aldri í klifri, en börnin fara eftir sinni getu hverju sinni. Hann býður líka upp á opin leik og til dæmis er hægt að er breyta honum í tjald, hafa það kósý og lesa bók eða fara í skemmtilegan leik!
Miri Rennibrautin
Miri Rennibrautin opnar nýjan heim fullan af tækifærum og hægt að nota hana á marga vegu, ef henni er snúið við þá er hún orðin að klifurvegg. Það er einnig hægt að nota hana sem planka eða einfaldlega leikborð! Það er hægt að hafa hana í 5 mismunandi hæðum eftir getu og stærð barnsins og hún læsist á milli rimlana þannig að engin hætta er á að hún detti niður í miðjum leik.
Fleira Skemmtilegt
Triclimb er alltaf að þróa og hanna eitthvað skemmtilegt til viðbótar. “Miri sticks” eru skemmtileg prik sem börnin geta nýtt til að búa til braut fyrir bolta eða hjálpa til við klifrið! Nýjasta viðbótin er svo Biri teikniborðið þar sem hægt er að teikna með töflutúss eða krít en virkar einnig sem segulplata. Einnig er hægt að leggja það á gólfið og nota sem leikborð.