[mk_fancy_title strip_tags=”true” tag_name=”h4″ size=”18″ txt_transform=”none” margin_top=”65″ font_family=”none” align=”center”]

Best Years hafa sérhæft sig í framleiðslu á leikföngum í um 10 ár og voru fyrst á markaðinn með prjónaðar risaeðlur. Fyrirtækið leitast við að vinna eingöngu með verksmiðjum og handverksfólki sem uppfylla þeirra kröfur og stefnu í umhverfis og siðferðislegum áherslum. Þau vinna til dæmis með Pebble Fair Trade í Bangladesh, Handverksfólki í Peru og fólki með fatlanir í Víetnam, allt hæfileikaríkt fólk sem skapar falleg leikföng.

[/mk_fancy_title]
[mk_fancy_title strip_tags=”true” tag_name=”h4″ size=”18″ txt_transform=”none” margin_top=”100″ font_family=”none” align=”center”]

Best Years telur að áferð á leikföngum sem eru prjónuð og hekluð örvi skinfæri barna og henti öllum aldri.

Vörurnar sem Hrísla velur frá Best Years eru allar framleiddar úr lífrænum bómull.

Árið 2009 hófu þau samstarf við Pebble fair trade sem handprjóna og hekla leikföng í Bangladesh og skapa því þúsundir starfa fyrir fólkið þar, sem fær greitt sanngjörn laun í góðu vinnuumhverfi.

[/mk_fancy_title]
[mk_fancy_title strip_tags=”true” tag_name=”h4″ size=”18″ txt_transform=”none” margin_top=”100″ font_family=”none” align=”center”]

Best Years leggur mikið upp úr hönnun, gæðum og öryggi á leikföngum sínum. Það eru engir smáhlutir eins og perlur eða annað smátt fest á leikföngin, aðeins bómullargarn. Allar vörur frá Best Years eru CE vottaðar með EN71 staðal. Leikföngin henta frá fæðingu og má þvo í þvottavél (leiðbeiningar á vöru). 

[/mk_fancy_title]