Oli & Carol er ungt og skapandi fyrirtæki sem hannar falleg náttúruleg leikföng fyrir nútímaforeldra og börnin þeirra. Stofnendur eru systurnar Olimpia og Carolina, aðeins 23 og 18 ára. Þær bjóða upp á mikið úrval af “retro” hönnuðum leikföngum í anda 7.-8.áratugsins, bæði í pastel og einföldum litum.

Leikföngin geta verið notuð fyrir tanntöku, baðtímann, til að örva skinfærin, skreyta herbergið og fleira. Þær fylgja eftirfarandi 6 gildum til þess að tryggja einstakar og umhverfisvænar vörur.

Leikföngin eru gerð í 100% náttúrulegu gúmmí úr Hevea trjám. Sveigjanleg og mjúk, auðvelt að grípa í, kreista og naga. Litlir munnar elska áferðina á hevea gúmmíinu.

Handmáluð með náttúrulegum litarefnum. Þetta er ekki gerviefni eða plast, þetta er algerlega öruggt fyrir barnið þitt að smjatta á!

Sjálfbær og umhverfisvæn leikföng sem eyðast upp í náttúrunni.

Eiturefnalaus! Án PVC, BPA, Phthalate og Nitrosamine. Það eru engin göt á leikföngunum til þess að koma í veg fyrir myglu og bakteríu inní leikföngunum, og þar að leiðandi verndar heilsu barnsins.

Örugg leikföng fyrir börnin, með umhverfis og eiturefnalausa vottun frá Umhverfisstofnun Bureau Veritas.

Samfélagsleg ábyrgð: Af hverju leikfangi sem þú kaupir frá Oli & Carol fer hluti beint til uppbyggingar og menntun í skóla á Indlandi.