Wee Gallery
Surya er grafískur hönnuður og Dave maðurinn hennar kennari. Þau voru heilluð af hugmyndinni að hjálpa sínu eigin barni að þroskast með því að sýna því myndefni. Árið 2002 áttu þau son sinn, Sid, og lásu allt sem þau gátu um þroska barna. Þá komust þau að þessum mögnuðu gullkornum:
- Nýburar sjá aðeins hluti í um 20-30 cm fjarlægð, ca. lengdin framhandlegg og hendi.
- Þau bregðast mest við andliti foreldra.
- Þau sjá best einföld en geometrísk form í svarthvítu.
- Andstæður og sterkar línur ýtir undir þroska heilans.
- Um 1 árs byrja þau að þekkja dýrin og fljótlega eftir það læra hvað þau heita
Þau bjuggu því til spjöld með teiknuðum, svarthvítum dýrum. Þau sáu síðan að þegar Sid varð eldri þá fór hann að æfa fínhreyfingarnar með því að grípa sjálfur um kortin og svo því næst að læra að þekkja á milli þeirra og hvað þau heita.
Wee Gallery þróaði vörulínur sínar eftir því sem þau lærðu sjálf af börnunum sínum, en þau eignuðust líka Anya árið 2005. Börnin hjálpa þeim nú að velja dýrin sem notuð eru í hönnuna og taka þátt í að hanna vörurnar sem fjölskylda.