Svarthvítar myndir og leikföng með sterkum línum hjálpa ungabörnum að örva sjónina, einbeitingu og þau byrja að rannsaka og fylgja eftir. WeGallery er fyrirtæki í eigu Surya, sem er grafískur hönnuður og Dave, sem er kennari. Þau voru heilluð af hugmyndinni að hjálpa sínu eigin barni að þroskast og örva sjón og einbeitingu með því að sýna því svarthvítt myndefni. Þau bjuggu því til spjöld með teiknuðum svarthvítum dýrum. Þau sáu síðan að þegar Sid varð eldri þá fór hann að æfa fínhreyfingarnar með því að grípa sjálfur um kortin og svo því næst að læra að þekkja á milli dýranna og hvað þau heita. Þau hafa síðan þá þróað mikið úrval af fallegum leikföngum og barnavörum út frá sömu hugmyndafræði.
Grip bolti – Nordic
4,790 kr.
Boltinn er hannaður til að örva skynfæri barnanna. Hann grípur augað með margskonar munstri og lita andstæðum.
Boltinn á uppruna sinn að rekja til Montessori fræða, hann er í raun ekki púsl, en barnið mun samt skoða hann eins og hann væri það. Það er hægt að nota boltann á mismunandi vegu, hengja hann fyrir ofan fætur barnsins til að örva fæturna, barnið reynir að sparka í boltann (3m). Um 5 mánaða byrjar barnið að hreyfa boltann með höndum og grípa um hann, en lögunin gefur auðvelt grip, ef barnið missir boltann fer hann ekki langt, sem gerir þetta að fullkomnum fyrsta bolta!
Lífræn bómull.
Uppselt
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.